Nokia 2323 classic - Þjónusta Nokia

background image

Þjónusta Nokia

Á www.nokia.com/support eða á vefsvæði Nokia í heimalandi þínu geturðu athugað

með nýjustu útgáfu þessarar handbókar, frekari upplýsingar, hluti til niðurhals og

þjónustu fyrir Nokia vöruna þína.

Stillingaþjónusta

Þú getur sótt ókeypis stillingar t.d. fyrir MMS, GPRS, tölvupóst og aðra þjónustu fyrir

símann þinn á www.nokia.com/support.

Nokia PC Suite

PC Suite og tengdar upplýsingar er að finna á vefsvæði Nokia á www.nokia.com/

support.

Nokia Care þjónusta

Ef þú þarft að hafa samband við Nokia Care þjónustuna skaltu skoða

lista yfir Nokia Care þjónustuver á þínu svæði á www.nokia.com/

customerservice.

Almennar upplýsingar

© 2009 Nokia. Öll réttindi áskilin.

8

Öryggisnúmerið gerir þér kleift að verja símann gegn óheimilli notkun. Forstillta

númerið er 12345. Hægt er að búa til og breyta númerinu og láta símann biðja um

númerið. Haltu númerinu leyndu og á öruggum stað fjarri símanum. Ef þú gleymir

númerinu og síminn er læstur mun síminn þarfnast viðgerðar og því getur fylgt

aukakostnaður. Nánari upplýsingar fást hjá Nokia Care þjónustuveri eða seljanda

símans.

background image

Viðhald

Upplýsingar um viðhaldsþjónustu fást hjá næsta Nokia Care þjónustuveri á

www.nokia.com/repair.

2. Tækið tekið í notkun

SIM-korti og rafhlöðu komið fyrir

Alltaf skal slökkva á tækinu og aftengja hleðslutækið áður en rafhlaðan er fjarlægð.
SIM-kortið og innihald þess geta hæglega skemmst ef kortið rispast eða bognar. Því þarf

að fara varlega með kortið þegar það er sett í eða tekið úr.

1. Ýttu á sleppitakkann sem losar bakhliðina (1) og fjarlægðu hana (2).
2. Fjarlægðu rafhlöðuna (3).
3. Opnaðu SIM-kortsfestinguna og komdu SIM-kortinu fyrir þannig að snertiflöturinn

snúi niður (4). Lokaðu SIM-kortsfestingunni.

4. Komdu rafhlöðunni fyrir (5) og settu bakhliðina aftur á sinn stað (6).

Hleðsla rafhlöðunnar

Rafhlaðan kemur hlaðin að hluta til frá framleiðanda. Ef tækið sýnir að rafhlaðan sé að

tæmast skaltu gera eftirfarandi:
1. Tengdu hleðslutækið við innstungu.
2. Tengdu hleðslutækið við tækið.
3. Þegar tækið sýnir að rafhlaðan sé fullhlaðin skaltu taka

hleðslutækið úr sambandi við tækið og síðan úr innstungunni.

Ekki þarf að hlaða rafhlöðuna í tiltekinn tíma og hægt er að nota tækið

á meðan það er í hleðslu. Ef rafhlaðan er alveg tóm geta liðið nokkrar mínútur þar til

hleðsluvísirinn birtist á skjánum eða þar til hægt er að hringja.

Loftnet

Í tækinu kunna að vera innri og ytri loftnet. Líkt og gildir um öll önnur

tæki sem senda eða taka við útvarpsbylgjum ætti að forðast að snerta

loftnetið að óþörfu við móttöku eða sendingu útvarpsbylgna. Snerting

við slíkt loftnet hefur áhrif á sendigæði og getur valdið því að tækið noti

meiri orku en annars er nauðsynlegt og getur minnkað líftíma rafhlöðu

þess.
Myndin sýnir loftnetssvæðið merkt með gráu.