Um tækið
Þráðlausa tækið sem er lýst í þessari handbók er samþykkt til notkunar í GSM 900 og
1800 MHz símkerfi. Þjónustuveitan gefur nánari upplýsingar um símkerfi.
Við notkun þessa tækis skal hlíta öllum lögum og virða staðbundnar venjur, einkalíf og
lögmæt réttindi annarra, þ.m.t. höfundarrétt.
Varnir vegna höfundarréttar geta hindrað afritun, breytingu eða flutning sumra mynda,
tónlistar og annars efnis.
Tækið getur innihaldið bókamerki og tengla fyrir vefsíður þriðju aðila. Einnig er hægt
að skoða vefsíður þriðju aðila í tækinu. Vefsíður þriðju aðila tengjast ekki Nokia og Nokia
hvorki hvetur til né tekur ábyrgð á þeim. Ef þú vilt heimsækja slíkar síður skaltu beita
öryggisráðstöfunum.
Viðvörun: Við notkun allra aðgerða í þessu tæki, annarra en vekjara, þarf að
vera kveikt á tækinu. Ekki skal kveikja á tækinu þegar notkun þráðlausra tækja getur
valdið truflun eða hættu.
Muna skal að taka öryggisafrit eða halda skrá yfir allar mikilvægar upplýsingar sem
geymdar eru í tækinu.
Þegar tækið er tengt öðru tæki skal lesa notendahandbók þess vandlega, einkum
upplýsingar um öryggi. Ekki má tengja saman ósamhæf tæki.
Myndir í þessum bæklingi kunna að líta öðruvísi út en á skjá tækisins.