FM útvarp
FM-útvarpið þarf annað loftnet en það sem er í þráðlausa tækinu. Samhæft höfuðtól eða
aukabúnaður þarf að vera tengdur tækinu ef FM-útvarpið á að virka rétt.
Viðvörun: Hlusta skal á tónlist með hæfilegum hljóðstyrk. Stöðug áraun af háum
hljóðstyrk getur skaðað heyrn. Ekki skal halda tækinu nálægt eyranu þegar hátalarinn
er notaður því hljóðstyrkur getur verið mjög mikill.
Veldu Valmynd > Miðlar > Útvarp eða haltu * inni í biðstöðu.
Ef þú hefur þegar vistað útvarpsstöðvar flettirðu til hægri eða vinstri til að skipta á milli
stöðva eða velur tiltekna stöð með því að ýta á minnistakka hennar.
Til að leita að stöðvum flettirðu skruntakkanum til vinstri eða hægri og heldur honum
inni.
Til að vista stöð sem þú hefur stillt á velur þú Valkost. > Vista stöð.
Til að stilla hljóðstyrkinn flettirðu upp og niður.
Til að hafa kveikt á útvarpinu í bakgrunni ýtirðu á hætta-takkann. Slökkt er á útvarpinu
með því að halda inni hætta-takkanum.
Valmynd símafyrirtækis
© 2009 Nokia. Öll réttindi áskilin.
21