Margmiðlunarskilaboð
Margmiðlunarskilaboð geta innihaldið texta, myndir og hljóð- eða myndskeið.
Aðeins tæki með samhæfar aðgerðir geta tekið á móti og birt margmiðlunarskilaboð.
Útlit skilaboða getur verið breytilegt eftir móttökutækinu.
Þráðlausa símkerfið kann að takmarka stærð MMS-skilaboða. Ef myndin sem bætt er inn
fer yfir þessa stærð getur tækið minnkað hana þannig að hægt sé að senda hana með
MMS.
Mikilvægt: Fara skal með gát þegar skilaboð eru opnuð. Skilaboð geta innihaldið
skaðlegan hugbúnað eða skaðað tölvuna eða tækið á einhvern annan hátt.
Þjónustuveitan gefur upplýsingar um framboð og áskrift að þjónustu
margmiðlunarskilaboða (MMS). Einnig er hægt að hlaða niður stillingunum.
Sjá
„Þjónusta Nokia“, bls. 8.