Nokia 2323 classic - Forrit sem keyra í bakgrunninum

background image

Forrit sem keyra í bakgrunninum

Keyrsla forrita í bakgrunni krefst aukinnar rafhlöðuorku og minnkar líftíma

rafhlöðunnar.

3. Símtöl

Símtöl – hringt og svarað

Til að hringja slærðu inn símanúmerið, ásamt lands- og svæðisnúmeri, ef þess þarf með.

Ýttu á hringitakkann til að hringja í númerið. Flettu upp til að auka hljóðstyrk heyrnar-

eða höfuðtólsins meðan á símtali stendur og niður til að minnka hann.
Ýttu á hringitakkann til að svara mótteknu símtali. Ýtt er á hætta-takkann til að hafna

símtali.

Hátalari

Hægt er að velja Hátalari eða Símtól til að nota hátalara eða heyrnartól símans meðan

talað er í hann, sé um slíkt að ræða.

Viðvörun: Ekki skal halda tækinu nálægt eyranu þegar hátalarinn er notaður því

hljóðstyrkur getur verið mjög mikill.

Flýtivísar símtala

Til að tengja símanúmer við einn af hraðvalstökkunum (2 til 9) velurðu Valmynd >

Tengiliðir > Hraðvals-númer, flettir að númeri og velur Velja. Sláðu inn símanúmer

eða veldu Leita og svo vistaðan tengil.
Kveikt er á hraðvali með því að velja Valmynd > Stillingar > Símtals-stillingar >

Hraðval > Virkt.
Hringt er með hraðvali með því að halda númeratakka inni í biðstöðu.

4. Textaritun

Textastillingar

Hægt er að slá inn texta (t.d. þegar textaskilaboð eru skrifuð) á hefðbundinn hátt eða

með flýtiritun.
Þegar texti er sleginn inn er hægt að halda inni Valkost. til að skipta á milli venjulegs

textainnsláttar, táknaður með

, og flýtiritunar, táknuð með

. Síminn styður ekki

flýtiritun á öllum tungumálum.
Það hvort stillt er á lágstafi eða hástafi er táknað með

, eða

.

Skipt er á milli há- og lágstafa með #. Skipt er úr bókstöfum yfir í tölustafi, táknað með

, með því að halda inni # og velja Talnahamur. Skipt er úr bókstöfum yfir í tölustafi

með því að halda takkanum # inni.
Veldu Valkost. > Tungumál texta til að velja ritunartungumálið.